Why Nostr? What is Njump?
2024-09-18 14:22:25

bjarni on Nostr: Hverskonar samfélagsmiðla notar þú? Óskar þú þér að geta sagt skilið við ...

Hverskonar samfélagsmiðla notar þú?

Óskar þú þér að geta sagt skilið við alla þessa miðstýrðu samfélagsmiðla eins og Twitter/X, Facebook, Instagram, TikTok, SnapChat, Telegram ect. og veita engöngu ómiðstýrðum samfélagsmiðlunum þína athygli, eins og Nostr, SimpleX, Fedi ect.?

Besta leiðin til að henda út öllum þessum miðstýrðu miðlunum, er að setja sér ákveðna dagsetningu.
Þennan tiltekna dag verður lokað á allt heila klappið. Ekki loka einum miðstýrðum miðli, en hafa opið fyrir annan.

20.Nóvember er Nostr dagur, og er því tilvalin í slíkt verkefni!
#NostrNovember

Þú gætir þá látið þína vini og aðra fylgjendur vita af brottför þinni þennan tiltekna dag, og þannig gefið þeim frest til að koma yfir og fylgja þér á ómiðstýrðum vettvangi, hafi þau áhuga á því yfir höfuð.
Það er þá líka smá svigrúm til að útskýra fyrir þínum nánustu vinum og vandamönnum hvers vegna þú kýst að hverfa af þessum samfélagsmiðli sem þú ert á, og hvar er þá hægt að hafa samband við þig, og hvernig það virkar.

En ef ekki og þeim eru drullu sama, þarf eitthvað að útskýra það nánar?
Þau kjósa frekar að “doom scrolla” í stað þess að “bloom scrolla” og vilja halda þér inn í þessari myrkri holu, án þess einu sinni að gefa öðrum valmöguleikum séns.
#NostrNovember 2022 - Developers and a handful of Nostr users go #NostrOnly to show that using Nostr was viable.
#NostrNovember 2023 - A community outreach initiative to educate and showcase how far Nostr has matured.
#NostrNovember 2024 - The majority of Nostr users finally embrace #NostrOnly and delete their existing social media accounts once and for all.

👀
Author Public Key
npub1kmu9dl7qda4360xxl0h8tt0l4mfy0qjm2zujnudaxjp6vk63nc6qf305ep